top of page
3377492305-Karolina and Ragnar_FINAL.png
Black and White Minimalist Wedding Timeline Planner (1).png

Það væri okkur sönn ánægja ef þú gætir fagnað deginum með okkur. Ekki er víst að allir gestir okkar þekki til Miðás. Miðás er annað heimili fjölskyldu Ragnars Snæs og þykir okkur nánast hvergi betra að vera. Miðás er í Ásahreppi, mitt á milli Selfoss og Hellu. Veislan mun fara fram í reiðhöll fjölskyldunnar á jörðinni.

Enginn þarf þó að gera sérstakar ráðstafanir þrátt fyrir að brúðkaupið fari fram utan bæjarmarkanna. Það verða rútur frá Reykjavík til Selfoss, og einnig verða rútur í bæinn sem og á skilgreinda gististaði að veislu lokinni.

Allar nánari upplýsingar sem og svör við algengum spurningum sem hafa borist okkur er að finna hér á síðunni.

Upplýsingar
Black and White Minimalist Wedding Timeline Planner.png

Við bjóðum upp á rútuferðir fyrir alla sem það vilja.

Ferðirnar verða eftirfarandi: 

 

Frá Reykjavík og í Selfosskirkju

Frá Selfosskirkju á Miðás

Frá Miðási til Reykjavíkur

Frá Miðási til Stracta/Hestheima

​​​

Við biðjum ykkur um að skrá ykkur í rútuferðir hér á síðunni eigi síðar en 1. febrúar. Nánari upplýsingar um tímasetningar og brottfararstaði koma síðar.

Ef fólk verður ekki á bíl en kýs að nýta sér ekki rútuferðirnar þarf að hafa í huga að leigubílar keyra almennt ekki á svæðinu og hvetjum við fólk því til þess að gera ráðstafanir.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að gista munu rútur ferja gesti á tvo staði að veislu lokinni.

Stracta: 148 herbergja hótel staðsett á Hellu.

Fyrir gesti okkar veitir afsláttarkóðinn "GAMAN25" 15 % afslátt af bókunum. Bókanir og nánari upplýsingar má finna á https://www.stractahotels.is/.

Hestheimar: Hótel með fjölbreyttum gistimöguleikum staðsett einungis örfáum mínútum frá Miðási. Fyrir gesti okkar veitir afsláttarkóðinn "Midas" 25% afslátt af bókunum. Bókanir og nánari upplýsingar má finna á https://hestheimar.is/.

Við vekjum athygli á því að það er ekki hægt að tjalda á Miðási og rútur munu eingöngu fara á þessa tvo gististaði að veislu lokinni ásamt því að fara til Reykjavíkur.

Black and White Minimalist Wedding Timeline Planner (A4).png

01.
Staðfesting á komu/forföllum

Vinsamlegast staðfestið eigi síðar en 1. febrúar 2025.

02.
Skráning í rútuferðir

Vinsamlegast ljúkið skráningu í rútuferðir eigi síðar en 1. febrúar 2025

03.
Gisting

Ef þú hefur áhuga á að gista erum við með afsláttarkóða á gististöðum

Er hægt að gista á svæðinu?

Ekki er hægt að gista á Miðási. Rútur munu að veislu lokinni fara annars vegar til Reykjavíkur og hins vegar á tvö hótel örstutt frá Miðás. Afsláttarkóða á þau hótel sem rúturnar munu fara á má finna hér á síðunni.

Klæðaburður?

Ekki er um að ræða neitt sérstakt "dresscode". Það má hafa hugfast að þrátt fyrir að brúðkaupið fari fram fyrir utan bæjarmörkin geta allir hagað sér og klætt sig rétt eins og brúðkaupið væri í bænum.

Við mælum þó með því að konur séu ekki á pinnahælum né mjög háum hælum vegna undirlags.

Fæðuóþol og sérþarfir

Ef þú ert með fæðuóþol eða sérþarfir máttu endilega skrá það í þar til gerðan reit þegar þú boðar komu þína.

Ef fleiri spurningar vakna, endilega hafa samband!

Rútur

Skráning í rútur

Vinsamlegast skráið fyrir 3. apríl

Veldu allar þær ferðir sem þú hyggst sitja

Karólína: 893-5468

Ragnar Snær: 868-9823

Ef þú ert í vandræðum með vefsíðuna virkar hún betur á tölvu en í síma.

bottom of page